Lítil dama fædd

 Komið þið sæl frændur og frænkur.

Gaman að sjá að smá líf er að færast yfir þetta blogg á ný. Nú verða allir að halda áfram að setja inn smá fréttir af sínu fólki, það þarf ekki að vera langt eða eitthvað sérstaklega merkilegt. Áfram hvammslaukar.

En hér koma nýjustu fréttir af fjölskyldu Alla og Hrefnu.

Alli og Hrefna eignuðust sitt fyrsta LANGAFA og LANGöMMU barn LoL og Gúndi sitt fyrsta AFA barnGrin þegar Freyr Alexandersson og unnusta hans Erla eignuðust sinn fyrsta hvammslauk, litla dömu þann 17 september sl. Prinsessan átti ekki að fæðast fyrr en í byrjun nóvember en ákvað að koma fjölskyldu sinni á óvart með því að mæta aðeins fyrr í heiminn. Litla daman vóg 8 merkur og var 44 cm við fæðingu. Hún þarf eitthvað að vera áfram á vökudeild og skemmta starfsfólki Landsspítalans með fegurð sinni og þokka enda af einstaklega fallegu fólki kominKissing Mæðgunum heilsast vel og allir eru að springa úr stolti yfir nýjasta fjölskyldumeðlimnum.

Kær kveðja til ættingja nær og fjær,

Kolbrún Alexandersdóttir.

 litla dúllan Litla daman alveg ný þarna á myndinni.


Orlando

Hæhæ,

Flottar myndir af fjölskyldunni í Lúx.  Og innilega til hamingju með nýja erfingjan!! 

Héðan er allt gott að frétta.  Vorum í 3 vikur heima á Íslandi í sumar, mest fyrir austan á Vopnafirði þar sem við skýrðum hann Róbert Nóa.  Rosalega skemmtilegur tími enn einsog ávallt, allt of fljótur að líða.   Náðum að hitta á Valda og fjölskyldu og var það rosalega skemmtilegt.  Gangi þér sem allra best Guðbjörg okkar.   Við hugsum hlýtt til þín og fjölskyldunar.

Annars erum við öll frísk hérna í Orlando.  Stacy Alla hennar Rósu er byrjuð í háskóla og Kalli hennar í Middle-School.  Hann er míkill golfari og er byrjaður að keppa upp fyrir sig í High School liðinu, sem þýkir ekki slæmt.

Alla Jana er byrjuð í fótbolta, ekki orðin þriggja ára!!  Ætti að geta styrkt KR liðið eftir nokkur ár..ekki spurning Wink  Vonandi fylgir Róbert Nói því bara eftir, enn hann stækkar ört.  Kannski að pabbi hans setja hann frekar í körfuna ... Cool

Annars kær kveðja úr hitanum í Flórída..verið svo dugleg að blogga og setja inn myndir.

kv. Óskar


Ýngsti hvammslaukurin: Ríkarður Aron, fæddur 14 Júli

006

Rikki er ýngsti fjölskyldu meðlimur fjölskyldunar í Lúxemborg.

Ég hef sett in nokkrar myndir í myndaralbúmið!!

Kveðja frá Lúx
Móa


Nýr hvammslaukur...

Það hefur greinilega ekki verið míkið bloggað á síðunni að undanförnu og ætlum við að lífga aðeins upp á síðuna.   Það fæddist lítill strákur í Orlando þann 31 mars 2008.  Heitir pilturinn Róbert Nói Óskarsson og er hann væntanlega yngsti hvammslaukurinn ;) 

 Annars er allt gott að frétta af öllum hérna í Orlando.  Væri gaman að það væri meira bloggað svo maður geti nú fylgst með ættinni. 

kv.

Óskar og hinir hvammslaukarnir í Orlando

p.s. er nokkuð planað annað ættarmót í sumar????  Verðum á landinu um miðjan júlí....


Gestabók Breiðfirðingabúð 20. október 2007 - Systkinin feitletruð, svo afkomendur

        

  • Kristjana Alexandersdóttir
  • Guðmundur Óskarsson  fæddur 9.mars 1945 dáinn 15.desember 1963
  • Alla Ólöf Óskarsdóttir
  • Karl Kristján Guðmundsson
  • Rósa Kristjánsdóttir
  • Stacy Alla Ressel Guðmundsson
  • Karl Halldór Guðmundsson
  • Óskar Kristjánsson
  • Bjarney Þóra Hafþórsdóttir
  • Alla Jana Óskarsdóttir

 

  • Þórarinn Alexandersson: 
  •  Hanna Þórarinsdóttir

 

  • Kristjana Alexandersdóttir:  
  • Daníel Guðjón Óskarsson
  • Guðrún Sigurðardóttir
  • Kristjana Daníelsdóttir
  • Eva Dögg Sæmundsdóttir
  • Sæmundur Þórarinsson
  • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
  • Guðlaug Ýr Sæmundsdóttir
  • Þorvaldur Daníelsson
  • Bjarni Daníel Þorvaldsson
  • Jana Björg Þorvaldsdóttir
  • Guðbjörg Bjarnadóttir
  • Einar Örn Daníelsson

 

  • Margrét Alexandersdóttir:  
  • Stella Ólafsdóttir
  • Ragna Ragnars
  • Krummi Rögnuson
  • Stella María     
  • Ólafur Ragnarsson
  • Hulda Guðjónsdóttir
  • Elín Fanney Ólafsdóttir
  • Brynjar Rafn Ólafsson       
  • Alexander Ólafsson
  • Hrafnhildur Ellertsdóttir
  • Kolbrún.K.B.Alexandersdóttir
  • Kjartan F. Salómonsson
  • Alexander H.B.Kjartansson
  • Salómon E.B.Kjartansson
  • Viktoría B.B.Kjartansdóttir  
  • Alexander G. Alexandersson
  • Alexander Egholm Alexandersson
  • Ottó Eiður Arason
  • Hrafn Breiðfjörð Ellertsson
  • Kristófer Elí Ellertsson
  • Benedikt Breiðfjörð Ellertsson
  • Kristinn Emilsson
  • Arnór Martin Kristinsson
  • Matthías Ben Kristinsson
  • Snæþór Fannar Kristinsson
  • Alexander Mar Kristinsson
  • Bjarni Emil Kristinsson
  • Freyr Alexandersson
  • Erla Súsanna Þórisdóttir

 

  • Einar Georg Alexandersson
  • Hrönn Harðardóttir
  • Johnny Turtiainen
  • Hörður Einarsson
  • Sólveig Valtýsdóttir
  • Bjarni Karvelsson
  • Magnea Einarsdóttir
  • Sigurlaug Linnet
  • Helga Harðardóttir
  • Kristófer Ari Óskarsson
  • Óskar Grétarsson
  • Hanna Kristín Bjarnadóttir
  • Þórður Smári Sverrisson
  • Birna Bjarnadóttir
  • Theódór Friðjónsson
  • Bjarni Anton Theódórsson
  • Birta Theódórsdóttir
  • Bjartey Theódórsdóttir
  • Magni Snær Theódórsson

 

  •  Stefán Trausti Alexandersson
  • Guðmundur Stefán Gíslason
  • Ragnar Guðmundsson
  • Mariella Thayer
  • Ásrún Lilja Guðmundsdóttir
  • Sigurður Ragnar Gíslason
  • Sigrún Sóley Jökulsdóttir
  • Hrefna Hrund Ólafsdóttir
  • Jökull Steinar Ólafsson
  • Hildur Óskarsdóttir
  • Viðar Blöndal
  • Björn Andri Blöndal
  • Hjördís Ósk Blöndal
  • Sigþrúður Stefánsdóttir
  • Regína Ósk Óskarsdóttir
  • Aníta Daðadóttir
  • Sigursveinn Þór Árnason
  • Ólöf Lilja Stefánsdóttir
  • Sævar Gunnarsson

 

  • Sigurbjörn Alexandersson
  • Stella Kjartansdóttir

 


Nýjar myndir

Jæja loksins lét ég verða af því að skella inn myndunum sem ég tók á mína vél, ég veit ekki af hverju það eru punktar á næstum því hverri mynd, það er eitthvert stillingaratriði hjá mér og tæknimál eru ekki mín sterkasta hlið.  En nóg um það, nú getið þið sett nöfn undir myndirnar svo við sjáum hver er hvað og þið hin sem tókuð myndir, endilega setjið þær inn.  Svo var annað sem ég tók eftir, það gleymdist víst að taka myndir af mér og mínum á vélina mína en vonandi hefur einhver annað gert það og setur inn. 

Ég ætla að setja inn í nýju bloggi nöfnin á þeim sem skráðu sig í gestabókina.

Kristjana


ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!!!!!

Kæru ættingjar og vinir!!!!

Nú höfum við aularnir sem stóðum fyrir stórfjölskylduhittingnum þann 20.10. sl komið upp þessari stórkostlegu síðu hér.  Til hamingju með það öll saman!

Ástæða þess að þið/þú eruð/ert að skoða þessa síðu er að við höfum sent ykkur þessa slóð - annars væruð þið ekki hér - er það???? Vá hvað þetta er lélegur húmor!  En svona er þetta - með í póstinum fylgdi lykilorð - sumsé aðgangsorð og svo lykilorð.  Notið þetta. Þá komist þið inn á svokallað stjórnborð og getið skrifað hvað sem er, hvenær sem er og sett inn myndir, myndbönd, tónlist og við vitum ekki hvað og hvað...slíkir eru töfraheimar bloggsins.

Undir þetta rita vitringarnir þrír (svona af því að það er farið að styttast í jólin),

Hrönn, Kristjana og Valdi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband