24.11.2007 | 14:12
ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!!!!!
Kæru ættingjar og vinir!!!!
Nú höfum við aularnir sem stóðum fyrir stórfjölskylduhittingnum þann 20.10. sl komið upp þessari stórkostlegu síðu hér. Til hamingju með það öll saman!
Ástæða þess að þið/þú eruð/ert að skoða þessa síðu er að við höfum sent ykkur þessa slóð - annars væruð þið ekki hér - er það???? Vá hvað þetta er lélegur húmor! En svona er þetta - með í póstinum fylgdi lykilorð - sumsé aðgangsorð og svo lykilorð. Notið þetta. Þá komist þið inn á svokallað stjórnborð og getið skrifað hvað sem er, hvenær sem er og sett inn myndir, myndbönd, tónlist og við vitum ekki hvað og hvað...slíkir eru töfraheimar bloggsins.
Undir þetta rita vitringarnir þrír (svona af því að það er farið að styttast í jólin),
Hrönn, Kristjana og Valdi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.