Orlando

Hæhæ,

Flottar myndir af fjölskyldunni í Lúx.  Og innilega til hamingju með nýja erfingjan!! 

Héðan er allt gott að frétta.  Vorum í 3 vikur heima á Íslandi í sumar, mest fyrir austan á Vopnafirði þar sem við skýrðum hann Róbert Nóa.  Rosalega skemmtilegur tími enn einsog ávallt, allt of fljótur að líða.   Náðum að hitta á Valda og fjölskyldu og var það rosalega skemmtilegt.  Gangi þér sem allra best Guðbjörg okkar.   Við hugsum hlýtt til þín og fjölskyldunar.

Annars erum við öll frísk hérna í Orlando.  Stacy Alla hennar Rósu er byrjuð í háskóla og Kalli hennar í Middle-School.  Hann er míkill golfari og er byrjaður að keppa upp fyrir sig í High School liðinu, sem þýkir ekki slæmt.

Alla Jana er byrjuð í fótbolta, ekki orðin þriggja ára!!  Ætti að geta styrkt KR liðið eftir nokkur ár..ekki spurning Wink  Vonandi fylgir Róbert Nói því bara eftir, enn hann stækkar ört.  Kannski að pabbi hans setja hann frekar í körfuna ... Cool

Annars kær kveðja úr hitanum í Flórída..verið svo dugleg að blogga og setja inn myndir.

kv. Óskar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir Óskar.

Ég var búin að skrifa þér nokkrar línur hér á vefnum,en ég get ekki séð að þær hafi farið áfram.Ég veit ekki hvort þú ert skráður á facebook.com en þar eru krakkarnir mínir og fjöldinn allur af yngra fólki búsettu íLux. og brottflutt sem þú þekkir.

Kv.tik fjölskyldunar Dúfa.

Dúfa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband