19.9.2008 | 18:15
Lítil dama fædd
Komið þið sæl frændur og frænkur.
Gaman að sjá að smá líf er að færast yfir þetta blogg á ný. Nú verða allir að halda áfram að setja inn smá fréttir af sínu fólki, það þarf ekki að vera langt eða eitthvað sérstaklega merkilegt. Áfram hvammslaukar.
En hér koma nýjustu fréttir af fjölskyldu Alla og Hrefnu.
Alli og Hrefna eignuðust sitt fyrsta LANGAFA og LANGöMMU barn og Gúndi sitt fyrsta AFA barn
þegar Freyr Alexandersson og unnusta hans Erla eignuðust sinn fyrsta hvammslauk, litla dömu þann 17 september sl. Prinsessan átti ekki að fæðast fyrr en í byrjun nóvember en ákvað að koma fjölskyldu sinni á óvart með því að mæta aðeins fyrr í heiminn. Litla daman vóg 8 merkur og var 44 cm við fæðingu. Hún þarf eitthvað að vera áfram á vökudeild og skemmta starfsfólki Landsspítalans með fegurð sinni og þokka enda af einstaklega fallegu fólki komin
Mæðgunum heilsast vel og allir eru að springa úr stolti yfir nýjasta fjölskyldumeðlimnum.
Kær kveðja til ættingja nær og fjær,
Kolbrún Alexandersdóttir.
Litla daman alveg ný þarna á myndinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamyngju með litlu prinnsessuna,hún hefur nógan tíma til að verða stór.þó að stærðina vanti þá breitist það fljótt.Ég tala af reynslunni.Ég var 9 merkur þegar ég fæddist,búin að bæta við fullt af kílóum og grömmum síðan. Kveðja Dúfa.
Dúfa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.