Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Áramótakveðja úr Mosó
Kæru frændsystkin og fjölskyldur, óskum ykkur árs og friðar, þökkum liðnar samverustundir. Hittumst hress á nýju ári. Lóa Lilja og fjölskylda
Ólöf Lilja Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 30. des. 2008
Jólakveðja frá Orlando
Sendi öllum Hvammslaukum og fjölskildum þeirra mínar innilegustu jóla og nýárskveðjur. Verið nú duglega að setja inn myndir eftir hátíðirnar, sem við getum skemmt okkur við að skoða. Jólakveðjur Alla og fjölskilda
Alla Oskars (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 24. des. 2008
Kveðja úr Grafarholti
Sæl öll! Ég var nú bara að uppgötva þessu síðu á ný í dag.... var búin að steingleyma henni. Rosalega gaman að geta fylgst með öllum hér á síðunni því maður hittir skyldmenni sín víst alltof sjaldan :( Af mér og minni fjölskyldu er allt gott að frétta, Kristófer Ari er orðinn 3 ára en maður sér á honum hvað tíminn er fljótur að líða :) Ég styð hér skrif Kristjönu hér að neðan og hvet til Pálinuboðs sem allra fyrst. Kveðja, Helga (Rúnarsdóttir Einarssonar....)
Helga Harðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. nóv. 2008
HVERNIG VAR ÞAÐ MEÐ PÁLÍNUBOÐ Í BREIÐFIRÐINGABÚÐ?
Sæl öll, ætluðum við ekki að hittast 1 sinni á ári? Hvernig er það nú með Lóu Lilju, Gúnda og Óla, ætluðuð þið ekki að finna dagsetningu og boða fólkið? Vona að það verði bráðlega, alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk. Kv. Kristjana
Kristjana Daníelsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. nóv. 2008
FRÆNKUKVÖLD
Kæru frænkur, Hvammslaukar. Langt er um liðið frá síðasta frænku kaffi. Höfum við Maddý ákveðið að hittast þriðjudagskvöldið 25.nóv, kl 20,oo hjá Öllu í Hrólfsskálavör 4, Seltj.nesi. Gaman væri að sjá sem flestar. Meldið ykkur til Öllu á allaosk@hive.is Sjáumst hressar og kátar.
Alla Óskars (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. nóv. 2008
Kveðja.
Sæl öll ég er mikið ánægð að sjá að það er að færast líf í þessa síðu.Það er allt gott að frétta af mér og minni fjölskyldu sem öll að undanskyldum Óla og hans fjölskyldu er búsett í Luxenbour.Tveir fjölskyldu meðlimir mistu vinnuna með falli Landsbankans,en þeir fynna sér einhvað annað.Erla Ólöf amma var kölluð Lóa.Kv.Dúfa.
Dúfa Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 25. okt. 2008
Halló frændur og frænkur
Ég hitti Óla Bjarna um daginn og sagði hann mér frá þessu bloggi, ég hafði ekki hugmynd um það. Þetta er frábært framtak og gaman að fá fréttir af fjölskyldunni og öllum þessum litlu krílum sem eru að fæðast. Til hamingju með alla gullmolana. Af mér og mínu fólki er allt gott að frétta, elsta barnið mitt heitir Einar og er hann í leiklistarnámi í London. http://einareinareinar.blogspot.com Síðan kemur Sigurlaug sem er 15 ára og yngst er Stefanía Elín sem er 9 ára, þær eru báðar í Hlíðaskóla. Svo það er langt í það að ég verði langamma eins og Lóa, Alli og Hrefna :) Var Ólöf amma kölluð Olla? Ég vissi ekki af því, ég hélt að hún hafi verið kölluð Lóa. Bestu kveðjur til ykkar allra, Erla Einarsdóttir
Erla Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 19. okt. 2008
Kæra frændfólk
Ég verð nú að viðurkenna það að ég hafði ekki lesið neitt frá ykkur fyrr en um daginn. Það er mjög gaman að lesa og sjá litlu börnin sem bætast í hópinn. Lóa systir varð langamma 6 júní s.l. svo Alla fékk lítinn frænda sem búið er að skíra Daníel Elí. Svo ég er orðin langömmusystir dálítið skrítið svona kornung kona sem ég er. FRá minni fjölskyldu er allt gott að frétta allir frískir, það er nú það dýrmætasta sem við eigum á þessum síðustu tímum ,þegar allt ólgar á okkar ástkæra landi og alls staðar. En öll él stytta upp um síðir. Regína og Svenni giftu sig þann 30 ágúst s.l. og var sú veisla alveg æðislega skemmtileg, flestir skemmmtikraftar landsins að syngja og stjórna.Ef ég fæ kommnet á þessi skrif þá hrekkur maður í gírinn og fer af stað. Kær kveðja til ykkar allra og hamingjuóskir með nýju börnin. Sissa frænka
Sigþrúður Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 16. okt. 2008
Hamingjuóskir
Alli og Hrefna, til lukku með langaafa og langömmu barnið, og Gúndi og frú til lukku með barnabarnið. Mikið er gaman að fá að fylgjast með stórfjölskildunni, unga fólkið að taka við sér og láta vita af sér og sínum. Kveðja frá Lux. Alla Ó.
Alla Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 1. okt. 2008
Kveðja
Til hamingju með barnabarnið Siggi og Dúfa. Mér finnst Hvammslaukar heldur latir við að láta vita af sér og sínum. Vildi minna ykkur á að amma Ólöf (Lóa)Bæringsdóttir, hefði orðið 120 ára þann 22.ágúst. Kv, Alla Ólöf
Alla Ólöf Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. ágú. 2008
Nýr Hvammslaukur.
Móa eignaðist lítinn gutta 14/7 hann heitir Ríkarður Aron kallaður Rikki hann vog 3270 gr. Hann er 3 barnabarnið mitt.Lélég uppskera það. Kv.frá okkur laukonum í Lux.(Dúfa)
Sigþrúður Dúfa Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. júlí 2008
Hamingjuóskir
Þar sem ég hef ekki E mail addressu Sissu frænku minnar, sendi ég henni og fjölskildunni hamingjuóskir með frammistöðu Reginu í Eurovision,á þessari síðu í von um að hún eða Lóa kíki her inn. Því miður gátum við ekki séð þau á sviðinu, en við fylgjumst með á laugardaginn hér í Orlando, á Netinu. Mér finnst Hvammslaukarnir ekki nógu duglegir að blogga, reynið nú að bæta úr því. Gaman að fá fréttir af ykkur. Kv. Alla nu en hlustuðum á þau í beinni
Alla Óskars (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. maí 2008
Jólakveðjur
Sendi öllum afkomendum afa Alexanders og ömmu Ólafar, mínar bestu jóla og nýárskveðjur. Alla Óskars og fjölskilda, Orlando.
Alla ´Oskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. des. 2007
Myndir
Ég skelli inn myndum og líka nöfnunum úr gestabókinni strax eftir helgi. Kv. Kristjana
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 27. nóv. 2007
Takk
Þetta er frábært framtak hjá ykkur unga fólkinu. Gaman væri að sjá myndir úr hófinu. Kveðja Alla Óskars
Afkomendurnir, þri. 27. nóv. 2007